Sumarspírur undir áhrifum H.C. Andersen

Dagana 29. júní til 1. júlí héldu Sumarspírurnar Ásthildur Ákadóttir og Bjartur Örn Bachmann afar vel heppnaða sögu- og hljóðfæragerðarsmiðju undir áhrifum frá ævintýrum H. C. Andersen í Bókasafni Kópavogs. Ungir listamenn á grunnskólaaldri nýttu plastflöskur, sogrör og pappahólka til þess að búa til hristur, panflautur, gítara og fleira og bjuggu svo til litríkar persónur úr hljóðfærunum sínum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Listasmiðjur til 5. ágúst

Sumarspírur Menningarhúsannahalda úti listsmiðjum fyrir grunnskólabörn til 5. ágúst og fara smiðjurnar fram sitt á hvað í Bókasafni Kópavogs / Náttúrufræðistofu Kópavogs, Lindasafni og Gerðarsafni. Smið- jurnar eru alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 13 – 15 og er aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Sumarspíranna og á vef Menningarhúsanna í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar