Sumarsólstöður með Eyþóri og Davíð Þór

Píanóleikarnir Davíð Þór Jónsson og Eyþór Gunnarsson koma fram á síðkvöldstónleikum í Salnum, fimmtudaginn 20. júní klukkan 21. Þeir Eyþór og Davíð Þór eru tvímælalaust í hópi fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar en hafa örsjaldan komið fram tveir einir. Hér gefst fágætt tækifæri til að heyra þá leika af fingrum fram inn í björtustu nótt ársins.

Eyþór Gunnarsson er einn atkvæðamesti tónlistarmaður Íslands. Hann hefur átt langt og farsælt samstarf við ógrynni tónlistarmanna úr flestum geirum tónlistar og er margverðlaunaður fyrir hljómborðs- og píanóleik sinn. Eyþór hefur spilað inn á vel á annað hundruð íslenskar hljómplötur og hefur einnig átt samstarf við fjölmarga erlenda tónlistarmenn og spilað á tónleikum um allan heim.

Dav­íð Þór er með­al fjöl­hæf­ustu tón­list­ar­manna lands­ins, jafn­víg­ur á pí­anó­leik, spuna, tón­smíð­ar og hljóm­sveit­ar­stjórn auk þess sem hann leik­ur á ógrynni hljóð­færa. Hann hef­ur leik­ið með flest­um tón­list­ar­mönn­um lands­ins og spil­að á tón­list­ar­há­tíð­um um all­an heim.

„Tvíleikur Eyþórs og Davíðs er oft lyginni líkastur. En hann er líka alltaf sannur. Farangurinn skilinn eftir frammi. Strípað músíkalitet slaghörpuleikaranna einu spjarirnar. Í hverju ætli þeir verði?“ (Pétur Grétarsson).

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar