Sumarlestur í allt sumar!

Sumarlesturinn er hafinn á Bókasafni Kópavogs og hafa 1. bekkingar úr grunnskólum Kópavogs lagt leið sína á safnið undanfarnar tvær vikur til að fá kynningu á safninu. Lestrarátakið er ætlað 5 – 12 ára börnum og skrá þátttakendur sig á www.sumarlestur.is eða á bókasafninu og senda svo inn happamiða eftir hverjar þrjár lesnar bækur. Þátttaka er ókeypis, dregið er úr happamiðum vikulega og vinningur í boði. Verið innilega velkomin á safnið í allt sumar, kæru lestrarhestar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar