Sumarlestur fyrir 5-12 ára – 21. maí til 22. ágúst

Sumarlesturinn á Bókasafni Kópavogs hófst á Sumarlestrargleði á aðalsafni í síðustu viku þar sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur las úr bókum sínum, en hún er meðal annars, höfundur bókanna Sóley og töfrasverðið og Sóley í undurheimum sem komu út í Ljósaseríunni.

Þá var hægt að skoða nýju barnadeildina og nýju náttúrufræðisýninguna sem opnuðu nú í maí. 

Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára börn. Þátttaka er ókeypis.

Búið er að opna fyrir skráningu og eftir hverjar þrjár lesnar bækur geta þátttakendur sent inn happamiða. Dregið er úr happamiður vikulega frá júní. Vinningar í boði.
 
Myndir af Gloríu bókakisu prýða lestrardagbókina en það er listakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sem teiknaði Gloríu fyrir bókasafnið.
  
Allt varðandi sumarlesturinn má finna inn á sumarlestur.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins