Sumarlesturinn á Bókasafni Kópavogs hófst á Sumarlestrargleði á aðalsafni í síðustu viku þar sem Eygló Jónsdóttir rithöfundur las úr bókum sínum, en hún er meðal annars, höfundur bókanna Sóley og töfrasverðið og Sóley í undurheimum sem komu út í Ljósaseríunni.
Þá var hægt að skoða nýju barnadeildina og nýju náttúrufræðisýninguna sem opnuðu nú í maí.
Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára börn. Þátttaka er ókeypis.
Búið er að opna fyrir skráningu og eftir hverjar þrjár lesnar bækur geta þátttakendur sent inn happamiða. Dregið er úr happamiður vikulega frá júní. Vinningar í boði.
Myndir af Gloríu bókakisu prýða lestrardagbókina en það er listakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sem teiknaði Gloríu fyrir bókasafnið.
Allt varðandi sumarlesturinn má finna inn á sumarlestur.is