Sumarjazz í Salnum hefst með hvelli þegar Bogomil Font og hljómsveit stíga á stokk

Sumarjazz í Salnum hefst með hvelli fimmtudaginn 13. júní þegar Bogomil Font og hljómsveit stíga á stokk en tónleikar munu svo fara fram alla fimmtudaga fram til 18. júlí. Boðið verður upp á stuð og sveiflu, angurværð og trega, óvissuferðir og tilraunamennsku, glænýja tónlist og sígilda jazzslagara í bland. Það er lista- og menningarráð Kópavogsbæjar sem styrkir Sumarjazz í Salnum en ókeypis er á tónleikana sem fram fara klukkan 17 – 18 á fimmtudögum. 

Bogomil Font stígur á svið 13. júní en viku síðar, fimmtudaginn 20. júní mun Ingibjörg Turchi flytja magnaða tónlist sína ásamt hljómsveit. 27. júní leggur MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar, upp í spennandi óvissuferð og 4.júlí galdrar Kristjana Stefánsdóttir fram seiðandi tóna. 11.júlí leiðir gítarleikarinn Edgars Rugajs saman tónlistarfólk úr ólíkum áttum á afar áhugaverðum tónleikum og tónleikaröðinni lýkur svo með hinni geysivinsælu Los Bomboneros en á meðal hljómsveitarmeðlima hennar er nýkrýndur bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, Kristofer Rodriguez Svönuson.

Fimmtudaginn 20. júní mun Ingibjörg Turchi flytja magnaða tónlist sína ásamt hljómsveit í Salnum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins