Sumarfrístund í Hörðuheimum, frístund Hörðuvallaskóla, er starfrækt í fyrsta skipti í sumar. Um er að ræða tilraunaverkefni en í sumarfrístund er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Sumarfrístund er ætluð börnum úr Kópavogi í 1. – 4. bekk, fæddum 2011 – 2014.
Forstöðukonur Sumarfrístundar eru Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir, tómstunda – og félagsmálafræðingar. Starfsfólk Hörðuheima hefur búið til skemmtilega og fjölbreytta dagskrá fyrir börnin en starfsfólkið hefur bæði mikla reynslu og þekkingu á starfinu.
Metnaður hefur verið lagður í dagskránna en í sumar hafa börnin meðal annars farið í Guðmundarlund, Þjóðminjasafnið, Nauthólsvík og í sund- og fjöruferðir. Áhersla er lögð á að rödd barnanna og að tillögur þeirra móti dagskrárgerð svo öll geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins