Stórtónleikar Þóris Baldurssonar og hljómsveitar í Salnum

Þórir Baldursson, heiðurslistamaður Kópavogsbæjar, heldur stórtónleika í Salnum í Kópavogi á afmælisdegi Kópavogsbæjar, miðvikudaginn 11. maí. Á efnisskrá eru splunkunýjar útsetningar Þóris á vinsælum söngperlum en með honum kemur fram stórskotalið íslenskra tónlistarmanna. 

Tónlist úr ólíkum áttum hljómar á tónleikum Þóris, djassstandardar, íslensk og erlend dægurlög og fleira eftir Gershwin, Nino Rota, Puccini, Magnús Blöndal Jóhannsson og vitaskuld Þóri sjálfan auk fjölda annarra höfunda. Einnig hljóma nýjar útsetningar af ástsælum eldri plötum, LP-plötunni Þórir Baldursson spilar vinsæl lög frá 1970 og Hammond-molum frá 1999.

Þórir Baldursson á að baki stórmerkilegan feril sem lagahöfundur, Hammond-orgelleikari og útsetjari, hérlendis og erlendis og hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með aragrúa vinsælla sönglaga og útsetninga.

Sérstakir gestir á tónleikunum eru Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari, Una Stefánsdóttir, jazzsöngkona, Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og Geir Ólafsson, söngvari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er miðasala á www.salurinn.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar