Stórkostlegar strandblakstjörnur

HK-ingarnir og strandblaksstjörnurnar Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir unnu til gullverðlauna á CEV Continental Tour mótinu í Skotlandi í gær.

Þær hafa staðið sig frábærlega á strandblaksmótaröðnni sem af er keppnistímabilinu 2021 og unnið öll fjögur mótin sem þær hafa tekið þátt í. 

Þær Berglind Gígja og Elísabet hafa slegið í gegn á dönsku strandblaksmótaröðinni það sem af er og unnið öll fjögur mótin sem þær hafa tekið þátt í . Mynd aðsend

Í úrslitaleiknum gær mættu Elísabet og Berglind sterku skosku pari, Mclean og Fowler og eftir jafna byrjun í fyrstu hrinu þá breyttu Berglind og Elísabet um takt, settu allt í botn og pökkuðu skosku stelpunum saman. Þær unnu fyrstu hrinu 21-9 og byrjuðu seinni hrinuna með því að komast í 5-0. Berglind og Elísabet voru svo ekki í vandræðum í seinni hrinunni sem þær unnu með sömu markatölu, 21-9 og tryggðu sér gullið á mótinu.

Eins og áður segir hafa Berglind og Elsíabet staðið sig stórkostlega sem af er árinu og unnið öll mótin sem þær hafa tekið þátt í. Fyrsta mótið, Århus Challenger, var haldið um miðjan maí. Stelpurnar unnu fyrsta mótið og tryggðu sér með því sæti í efstu deild á næsta móti, Copenhagen Master. Á Copenhagen Master unnu stelpurnar úrslitaleikinn 2:0 og unnu þar með annað mótið í röð. Viku eftir Copenhagen Master var mótið Odense Master sem gæti talist vera á heimavelli stelpnanna þar sem þær búa og æfa í Odense. Stelpurnar fóru enn og aftur alla leið í úrslit þar sem þær mættu æfingafélögum sínum og danska landsliðsparinu Line Trans Hansen og Clöru Windeleff. Úrslitaleikurinn fór í oddahrinu en endaði á sigri Berglindar og Elísabetar. Vert er að taka fram að Master-mót eru stærstu mótin og gefa flest stig í stigakeppni sumarsins. Berglind og Elísabet hafa því unnið öll þrjú mótin í röð í strandblaksmótaröðinni í Danmörku og safnað sér helling af stigum auk þess sem þær unnu mótið í Skotlandi í gær.

Berglind og Elísabet eftir sigur á Copenhagen Master mótinu í Danmörku í lok maí. Mynd: blakfrettir.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar