Stofna félag til að valdefla bæjarbúa

Í fréttatilkynningu frá Félaginu Vinir Kópavogs kemur fram að góður hópur Kópavogsbúa í öllum bæjarhlutum hefur ákveðið að stofna félag til að valdefla bæjarbúa í baráttu sinni við bæjaryfirvöld sem ekki hlusta og neita íbúum um fundi til að ræða málin. Fimmtudaginn 28. október nk., kl. 17:00, er boðað til formlegs stofnfundar í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

,,Hópurinn leggur áherslu á að Kópavogi verði skipulag byggðar unnið í samráði og samtali við bæjarbúa, og að horfið verði frá þeim ljóta vana að hlusta fyrst og fremst á sjónarmið aðila sem hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt og löngu tímabært veita bæjaryfirvöldum í Kópavogi sem hunsa réttmætar athugasemdir bæjarbúa, virkt og öflugt aðhald. 
Skipulagið á að mynda umgjörð um mannlíf, ekki bara núverandi kynslóða, heldur framtíðarkynslóða Kópavogsbúa. Við gerð skipulags ber bæjaryfirvöldum að hlusta á raddir bæjarbúa og taka tillit til vel rökstuddra ábendinga um skipulag þar sem gott mannlíf, hófleg þétting byggðar, opin svæði með birtu og skjóli auk öflugrar atvinnustarfsemi fara saman.  
Uppi eru stórtæk áform um breytingar á skipulagi í miðbæ Kópavogs sem og víðar á Kársnesi og Digranes. Áformin eru stórkallaleg og ómannvæn. Samráð við Kópavogsbúa hafa verið algjörlega ófullnægjandi og jafnræðis ekki gætt. Bæjaryfirvöld láta þá sem hyggjast hagnast fjárhagslega að vinna beint að gerð skipulags, en sjónarmið íbúa eru fyrir borð borin.   

Koma verður í veg fyrir að í Kópavogi rísi byggð sem hefur óafturkræf neikvæð áhrif á mannlíf, bæði á miðbæjarsvæðinu sem annarsstaðar. Það er tímabært að veita bæjaryfirvöldum sem hunsa réttmætar athugasemdir bæjarbúa, virkt og öflugt aðhald. 

Félagið Vinir Kópavogs hefur það hlutverk að veita bæjaryfirvöldum aðhald. Tugir íbúa í bænum hafa skráð sig sem stofnfélagar. Hægt er að skrá sig á stofnfundinum eða á heimasíðunni www.vinirkopavogs.is. Þar má einnig finna tillögu að stofnskrá.“

Dalbrekka eins og hún getur litið út en forsíðumyndin er af Auðbrekku

Fimmtudaginn 28. október nk., kl. 17:00, er boðað til formlegs stofnfundar í safnaðarheimili Kópavogskirkju. FUNDURINN ER OPINN!

Dagskrá fundarins
17:00 Aðdragandi þess að við erum hér.  Hvert er markmið með stofnun VK? Tillaga að stofnskrá VK lögð fram og dreift á fundinum – Tryggvi Felixson
Tillaga að fundarstjóra lögð fyrir fundinn: Margrét Tryggvadóttir 
17.15 Dæmisaga frá Selfossi: Hvernig á að skipuleggja lífsgæði í miðbæ?  Guðjón Arngrímsson 
17:30 Nýlegar reynslusögur úr Kópavogi  
• Miðbærinn – Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur – Hákon Gunnarsson
• Auðbrekka – Þórólfur Matthíasson 
• Traðarreitur eystri – Jóhann Már Sigurbjörnsson  
• Vatnsendahvarf – Helga Kristín Gunnarsdóttir 
• Sunnubraut – Berglind Aðalsteindóttir
18:00 Frímann Ingi Helgason; „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja“
18:10 Vinir Kópavogs  Stofnskrá VK lögð fram til umræðu og samþykktar – Stjórnarkjör
18:30 Fundarslit                         

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar