Stíga skrefið og opna félagsmiðstöðvar eldri borgara á laugardögum

Eitt af baráttumálum Félags eldri borgara í Kópavogi að stuðla að því að útrýma einsemd og einveru eldra fólks. Félag eldri borgara í Kópavogi segir óumdeilt skref í þá átt sé að hafa félagsheimili eldri borgara í Kópavogi opin um helgar, auk þess sem sú ákvörðun myndi klárlega efla félagslífið hjá þessum aldurshóp.

Kópavogsbær hefur ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni í hálft ár, frá og með áramótum þar sem félagsmið- stöðvar aldraðra verða opnar á laugardögum einu sinni í mánuði.

Kópavogspósturinn spurði Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri í Kópavogi hvort það sé kostnaðurinn sem stoppi bæinn að hafa þær opnar allar helgar? ,,Við höfum heyrt ákall þess efnis frá eldri bæjarbúum að hafa opið um helgar í félagsmiðstöðvum til að draga úr einsemd og einveru fólks. Í mörg ár hefur verið barist fyrir slíkri opnun og nú ætlum við loksins að stíga skrefið og fara í tilraunaverkefni með eina opnun í mánuði á hverri stöð. Helgaropnanir tíðkast t.a.m. ekki í félagsmiðstöðvum eldri borgara í nærliggjandi sveitarfélögum, við vitum því ekki alveg hvað við erum að fara út í,” segir Ásdís og heldur áfram: ,,Ég skil vel að fólk spyrji sig af hverju aðeins einn laugardagur í mánuði en ekki alla laugardaga. Við töldum einfaldlega skynsamlegra að stíga varfærin skref til að byrja með en endurmeta heldur stöðuna eftir hálft ár þegar komin er reynsla á þetta hjá okkur.”

Geta mögulega heimsótt ólíkar félagsmiðstöðvar þrjá laugardaga í mánuði

Er þá reiknað með að félagsmiðstöðvarnar verði allar opnar sama laugardag í mánuðinum eða sitthvorn laug- ardaginn? ,,Við reiknum með að hafa opið sitthvorn laugardag í mánuði þannig að mögulega geta bæjarbúar heimsótt ólíkar félagsmiðstöðvar þrjá laugardaga í mánuði.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar