Steinn Kárason kíkir í Hananú

Miðvikudaginn 5. október kíkir Steinn Kárason í bókmenntaklúbbinn Hananú í létt og skemmtilegt rithöfundaspjall um nýútkomna bók sína, Glaðlega leikur skugginn í sólskininu. Fundurinn hefst kl. 16:00 og fer fram í fjölnotasal á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.

Bókmenntaklúbburinn hittist annan hvern miðvikudag á aðalsafni Bókasafns Kópavogs kl. 16:00 – 17:30 og ræðir um bókmenntir og málefni líðandi stundar. Öll hjartanlega velkomin.

Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar