Fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB hjá sveitarfélögum héldu því áfram í morgun, 5. júní.
Í Kópavogi fer hluti félagsfólks í Starfsmannafélagi Kópavogs, SfK, í verkfall.
Leikskólar: Áhrif verkfalls félagsfólks í SfK eru misjöfn milli leikskóla í Kópavogi og fá foreldrar upplýsingar beint frá leikskólastjóra hvernig starfsemi leikskóla gengur fyrir sig á meðan verkfalli stendur.
Sundlaugar í Kópavogi: Sundlaugar Kópavogs loka á meðan verkfalli stendur.
Bæjarskrifstofur Kópavogs: Þjónustuver Digranesvegi 1 lokar vegna verkfallsins. Húsið er opið starfsfólki sem er ekki í verkfalli. Starfsfólk innheimtu er einnig í verkfalli.
Verkfall í sundlaugum er boðað ótímabundið, en aðrar aðgerðir eru til 5. júlí samkvæmt aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB frá 5. júní.
Mynd:Þjónustuver Digranesvegi 1 er lokað vegna verkfallsins. Húsið er opið starfsfólki sem er ekki í verkfalli. Starfsfólk innheimtu er einnig í verkfalli.