Starf hefst aftur á Bókasafni Kópavogs

Starfið hefst aftur með hefðbundnu sniði á aðalsafni og Lindasafni vegna breyttrar Covid-reglugerðar sem í gildi verður til 5. maí 2021. Klúbbarnir sem eru á vegum safnsins geta hist næstu þrjár vikur og viðburðir sem búið var að auglýsa á vegum safnsins verða haldnir með gildandi fjöldatakmörkunum.

Dagskráin á aðalsafni 15. apríl – 5. maí:
Hananú! bókmenntaklúbburinn hittist annan hvern miðvikudag kl. 15.30 – 17.00
Kaðlín, hannyrðaklúbburinn hittist í hverri viku á miðvikudögum kl. 13.00 – 15.00
Lesið fyrir hunda er á dagskrá einu sinni í mánuði kl. 11.30
Slökunarjóga í hádeginu alla mánudaga kl. 12.00-12.30
Spjallið, hópur fyrir fólk af erlendum uppruna hittist á netinu í gegnum Teams-forritið annan hvern laugardag kl. 11.00-12.30

Þeir viðburðir sem framundan eru eru meðal annars Foreldramorgunn með Siggu Dögg, kynfræðing og erindi með Steini Kárasyni, garðyrkjumeistara með M. Sc. í umhverfisfræðum.
Nánari upplýsingar um tiltekna klúbba og viðburði er að finna inni á heimasíðu bókasafnsins sem og á Facebook-síðu safnsins. Þar er einnig að finna upplýsingar um opnunartíma aðalsafns og Lindasafns. Athugið að breyttur opnunartími er á báðum söfnum. Enn gilda ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu og mun starfsfólk safnsins gæta þess að öllum reglum sé framfylgt.

Verið velkomin á bókasafnið

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar