Stara í Gerðarsafni

Laugardaginn 25. janúar verður sýningin Stara opnuð í Gerðarsafni, sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.

Sýningin Stara er með verkum átta sýnenda sem má út skilin á milli þess hver er höfundur og hver er viðfang listaverka. Sýningin er með verkum fimm ljósmyndara sem mynda sjálft sig og fólkið nærri sér í tilraun til að skilja hvert sjálf þeirra er, hver staða þeirra er í samfélaginu og hvernig flokkarnir sem við höfum skapað, eins og kyngervi og sambönd, markar þeirra veru. Á sýningunni eru líka verk þriggja sem vinna í video, gjörninga, teikningu og textílverk sem eru eins tjáning á eigin reynsluheim og samböndum á mjög berskjaldaðan hátt. Eins og segir í sýningarstjóratextanum:

Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins. Fólkið í sýningunni stendur berskjaldað frammi fyrir áhorfendum. Þau bjóða okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans. Við áhorfendur erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni.

Listafólk sýningarinnar eru bæði hluti af íslenskum listheimi og líka alþjóðlegt listafólk, sem hafa vakið athygli fyrir verk sín. Þar á meðal má nefna JH Engström sem er vel þekktur alþjóðlega fyrir ljósmyndaverk, vídeóverk og bókaútgáfur sínar. Þar er líka Adele Hyry, sem er finnskt listakvár sem hefur vakið mikla athygli innan norrænnar ljósmyndunar sem vinnur með tjáningu á marglaga sjálfi. Þriðja alþjóðlega listakonan er Jenny Rova sem sýnir ljósmyndaseríu með 80 myndum sem eru teknar af elskendum hennar á tuttugu ára tímabili.

Sýnendur sýningarinnar eru í heildina:

Adele Hyry, Dýrfinna Benita Basalan, Jenny Rova, JH Engström, Jói Kjartans, Kristinn G. Harðarson, Michael Richardt og Sadie Cook.

Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.

Á vef Gerðarsafns er að finna nánari upplýsingar um sýningar og viðburði safnsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins