Spá myndarlegum hagvexti næstu þrjú árin

Þann 10. mars sl. var haldin árlegur fundur Markaðsstofu Kópavogs og Íslandsbanka. Þar fór þau Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka yfir þjóðhagsspá bankans fyrir árin 2022-24 og svöruðu spurningum gesta.

Samandregin niðurstaða þjóðhagsspár bankans er að spáð er myndarlegum hagvexti næstu þrjú árin. Spáð er 4,7% hagvexti árið 2022 samhliða viðskiptaafgangi, minnkandi atvinnuleysi og gengisstyrkingu krónunnar. Fjölgun ferðamanna og myndarleg loðnuvertíð verði meðal helstu drifkrafta vaxtarins. Verðbólga mun hjaðna hægt og rólega en stýrivextir hækka og verði komnir í 3,25% í árslok. Þá eru líkur á að hægi á hækkunum íbúðaverðs þegar líða tekur á árið og að meðaltali hækki íbúðaverð um tæp 8% á árinu.

Fundarmenn voru ánægðir með fundinn, fróðlega framsögn og fóru margs vísari um stöðu og líklega þróun efnahagsmála næstu misserin út í daginn að fundi loknum.

Það er óhætt að segja að við lifum á óvissum tímum, fyrst með víðtækum áhrifum Covid 19 faraldursins á heimsbyggðina og íslenskt efnahagslíf og nú síðast með ófriðinum í Úkraínu en áhrif hans eru ekki að fullu komin fram. Óvissuþættirnir eru margir og geta snert okkur með margvíslegum hætti. Fyrstu áhrifin eru þegar komin fram í snarhækkandi olíuverði en meiri óvissa er um áhrifin til lengri tíma s.s áhrif á ferðaþjónustu og hrávörumarkaði.

Þó að erfitt sé spá fyrir um framtíðina um þessar mundir er það greinilegt að sérfræðingar bankans eru með puttann á púlsinum og hafa skýra sýn á næstu tvö ár. Ekki er annað að ætla en bjart sé framundan í íslensku efnahagslífi sé litið til lengri tíma og staða þjóðarbúsins sterk þó svo brugðið geti til beggja vona í náinni framtíð.

Fundarmenn voru ánægðir með fundinn, fróðlega framsögn og fóru margs vísari um stöðu og líklega þróun efnahagsmála næstu misserin út í daginn að fundi loknum.

Forsíðumynd: Veltu fyrir sér efnahagshorfum 2022-2024! F.v. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningu Íslandsbanka og Björn Jónsson verkefnastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar