Sörli, hinn víðförli lestrarhestur

Sörli hin víðförli lestrarhestur er í heimsókn þessa dagana á barnadeildinni á Bókasafni Kópavogs

Litskrúðugi hesturinn Sörli er í heimsókn þessa dagana í barnadeildinni á Bókasafni Kópavogs og verður þar eitthvað fram á sumar.

Hann hefur ótrúlega gaman af bókum og sérstaklega að láta lesa fyrir sig! Það er því alveg tilvalið að koma á bókasafnið þegar sumarlesturinn hefst, velja bækur og klappa honum aðeins þar sem það má alveg líka.

Joanna Pawlowska og Sasa Lubiniska eru listamennirnir tveir sem datt í hug að búa til Sörla og mynda þær listatvíeykið Brokat Films.

Endilega kíkið við á aðalsafn og náið spjalli við Sörla. Verið velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar