Sögulegur leikur í kvennaboltanum í Kópavogi!

Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á morgun, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna.

Í tilefni tímamótanna og 70 ára afmælisárs Kópavogsbæjar er Kópavogsbúum boðið á leikinn og eru allir íbúar  hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja við stelpurnar.

„Kvennafótboltinn hefur alltaf verið mjög sterkur í Kópavogi og við viljum að sjálfsögðu  fagna þessum tímamótum með Kópavogsbúum þegar HK og Breiðablik mætast í fyrsta sinn í meistaraflokki. Þá styttist í EM kvenna í fótbolta og stærsta fótboltamót sumarsins á Íslandi,  Símamótið,  þegar stelpur um allt land mætast í Kópavogi um miðjan júlí. Við viljum styðja við stelpur í fótbolta og teljum því tilvalið að nýta tækifærið nú þegar Kópavogsliðin eru að mætast í bikarúrslitum. Ég vona að sem flestir Kópavogsbúar mæti á Kópavogsvöll og styðji sitt lið – já eða bara bæði Kópavogsliðin.“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 20.00. 

Á myndinni eru fyrirliði Breiðabliks, Agla María Albertsdóttir og fyrirliði HK, Ísabella Eva Aradóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins