Söfnuðu um 200 þúsund birkifræum

Skógræktarfélag Kópavogs í samstarfi við Kópavogsbæ efndu til birkifrætínslu þriðjudaginn 4. október sl. í Vatnsendahlíð í Kópavogi og mættu þrettán manns, sex fullorðnir og sjö börn. 

Verkefnastjóri Landsátaksins söfnum og sáum kynnti verkefnið í máli og myndum og fór yfir hvernig hvernig best væri að haga birkitínslu og sáningu. Að stuttri kynningu lokinni var gengið út í birkiskóg og hafist handa við að tína fræ. 

Þó nokkuð var af fræjum og gekk söfnunin vel þrátt fyrir að kuldaboli biti í fingur barnana sem urðu fljótt loppin í kuldanepjunni. Það söfnuðust um 200 þúsund fræ sem eiga mörg hver eftir að klæða, vernda og byggja upp vistkerfi landsins.  

Verkefnastjórinn, Kristinn H. Þorsteinsson hugar að fræjum en um 10% trjáa bera fræ og þá oftast er talsvert magn á þeim trjám

Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Kópavogs stýrir Landsátakinu sagði að Íslensk stjórnvöld stefna að því að stækka verulega birkiskóga landsins fyrir árið 2030 og hafa tekið svo nefndri Bonn-áskorun sem er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga og er skipulögð af alþjóða náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila.

,,Markmið Íslands er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú. Það er í senn metnaðarfullt og mikilvægt starf að auka þekju birkiskóga og birkikjarrs í 5%. Það verður ekki auðvelt og því er mikilvægt að virkja sem flesta til reyna að ná þessu 5% markmiði og því á þetta ágæta fólk sem tekur þátt í þessu mikilvæga starfi miklar þakkir skildar,“ segir Kristinn.

Landsátak í söfnun og sáning birkifræs sem hófst haustið 2020 er liður í Bonn – verkefninu og en hugmyndafræði birkiverkefnisins þátttökunálgun. ,,Markmið er að mynda tengslanet við fjölskyldur, einstaklinga, félagasamtök, skóla, fyrirtæki og aðra aðila til að efla söfnun og dreifingu á birkifræi. Lögð verður áhersla á að fá slíka aðila til að taka að sér að safna fræi, skila fræinu á móttökustaði eða sá því á beitarlaus svæði ef kostur er. Þannig eignast þátttakendur hlut í mikilvægu umhverfisverkefni og þannig næst bæði umhverfislegur og félagslegur árangur sem er afar þýðingarmikill,“ segir Kristinn en upplýsingar um verkefnið er að finna á síðunni www.birkiskogur.is

Forsíðumynd: Fjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja! Þau Sandra Karen, Stella, Vilhelm og Sara Rakel voru mætt í Guðmundarlund til að taka þátt í verkefninu

Börnin gáfu þeim fullorðnu ekkert eftir í söfnun fræja

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar