Söfnuðu 51.800 kr. fyrir Barnaspítala Hringsins

Þessar flottu vinkonur í 7. bekk í Kársnesskóla söfnuðu samtals 51.800 kr. til styrktar Barnaspítala Hringsins. Stelpurnar gengu í hús og seldu bollakökur, bollur og fleira til að safna peningnum. Það var mikil ánægja, gleði og þakklæti þegar þær afhentu peninginn og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir framtakssemina.

Stelpurnar heita Aníta Kristel Fjeldsted Hansen, Eyrún Svala Gústavsdóttir, Friðrika Eik Zachrison Ragnars, Katla María Arnarsdóttir, Matthildur Daníelsdóttir, Yasmin Ísold Rósa Rodrigues.

Frábært framtak hjá þessum góðu vinkonum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar