Söfnuðu 1.052.883 kr. á góðgerðardegi Kársnesskóla

Góðgerðardagur Kársnesskóla var haldinn með pompi og prakt fyrir skólalok, en þetta er árlegur viðburður haldinn í samstarfi við foreldrafélag Kársnesskóla á vorhátíð skólans. Nemendur fá með honum tækifæri til að taka þátt í raunverulegu verkefni sem skiptir máli í samfélaginu og samfélagi þjóðanna og noti sköpunarkraft sinn til að láta gott af sér leiða. Að þessu sinni var safnað fyrir SOS Barnaþorpin – Neyð á Gaza.

Nemendur í 7. bekk kusu með lýðræðislegum hætti eftir að hafa fengið kynningu á nokkrum hjálparstofnunum sem hafa börn í forgrunni sinnar starfsemi. Val nemenda var viðbúið þar sem fréttir af hörmungunum í Palsestínu hafa verið ofarlega í hugum nemenda sem og annarra. Skólinn færði svo SOS Barnaþorpum afrakstur söfnunar Góðgerðardags Kársnesskóla 2024. Í ár safnaðist hærri upphæð en nokkru sinni áður, skólasamfélagið lagði allt hönd á plóg og safnaðist kr. 1.052.883.

Forsíðumynd: Helgi Þór Atlason 7. bekk, Valdimar Leó í 10. bekk, Ljósbjörg Helga Daníelsdóttir
bekk, Lovísa Gísladóttir 7. bekk og Hjördís Rós Jónsdóttir, fræðslufulltrúi SOS Barnaþorpa tók á móti söfnunarfénu og veitti skólanum viðurkenningu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins