Sofia Sóley og Garima mætast í úrslitaleik Íslandsmótsins í tennis

Tennishátið TSÍ verður haldin á morgun, sunnudaginn 2. júlí við tennisvöll Víkings í Fossvogi – Traðarlandi, 108 Reykjavík. Dagskráin hefst með úrslitaleik einliðaleik kvenna á Íslandsmótinu utanhúss kl.14, en þar leika þær Garima Nitinkumar Kalugade og Sofia Sóley Jónasdóttir í Tennisfélag Kópavogs. Í undanúrslitaleik sínum vann Sofia Sóley sigur Önnu Soffíu Grönholm einnig í TFK í þremur settum, 6-2, 5-7 og 7-5 en Garima vann öruggan sigur á Eygló Dís Ármannsdóttur 6-0 og 6-1.

Í framhaldinu verður úrslitaleikur í karlaflokki, en í dag kemur í ljós hver verður mótherji Rafn Kumar Bonifacius í úrslitaleik karla þegar þeir Freyr Pálsson og Raj Bonifacius mætast í undanúrslitaleik.

TSÍ býður gestum upp á hamborgara og gosdrykki á meðan á leikunum stendur. Að lok keppni verður svo verðlaunafhending og happdrætti þar sem hægt er hægt að vinna tennisspaða, töskur, skór, bolta og fleira. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Mynd. Garima og Sofia Sóley. Mynd: Tennissamband Íslands.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar