Sofia og Birkir Íslandsmeistarar í tennis

Íslandsmótinu í tennis innanhúss lauk í apríl sl. og fór það fram í Tennishöllinni Kópavogi. Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki voru þau Sofia Sóley Jónasdóttir í TFK og Birkir Gunnarsson, einnig úr TFK.

108 keppendur á aldrinum 5 – 60 ára tóku þátt í 22 mismunandi keppnisflokkum í einliða, tvíliða og tvenndarleik núna í ár.  Fjölmennasti flokkurinn var Mini Tennis fyrir börn tíu ára og yngri með 27 þátttakendur. Frábær þátttaka var í mótinu og flestir keppendur ánægðir að geta keppt eftir sex mánaða bið.

Á myndinni eru Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla og kvenna 2021, Birkir Gunnarsson og Sofia Sóley Jónasdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar