Sofia Íslandsmeistari í tennis

Sofia Sóley Jónasdóttir sigraði á Íslandsmótinu í tennis utanhúss í byrjun júlí, en Íslandsmótið fór fram á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum. Glæsilegur árangur hjá Sofíu, sem er einnig Íslandsmeistari innanhúss, en Sofia er aðeins 18 ára gamall Kópavogsbúi sem æfir með Tennisfélagi Kópavogs.

Iðkendur frá Tennisfélagi Kópavogs stóðu sig annars vel á mótinu og unnu til fjölda verðlauna og gaman er að segja frá því að bróðir Sofiu, Ómar Páll Jónasson, er greinilega mikið efni líka en hann varð Íslandsmeistar bæði í flokki U-14 ára og U-12 ára auk þess sem hann sigraði í tvíliðaleik ásam félaga sínum Daniel Pozo. Til að kóróna þetta allt saman þá varð föður þeirra, Jónas Páll Björnsson í 3. sæti í einliðaleik karla 30 ára og eldri.

Mynd. Þrjár efstur á palli! F.v.: Garima Nitinkumar Kalugade, Tennisdeild Víkings, Sofia Sóley Jónas-dóttir, TFK og Anna Soffia Grönholm, TFK

Ómar Páll Jónasson, Tennisfélagi Kópavogs er fyrir miðju ásamt Andri Mateo Uscategui Oscarsson, TFK og Daniel Pozo, Tennisdeild Fjölnis

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar