Smiðjuvegur

Smiðjuhverfið í kópavogi er spennandi atvinnuhverfi. Þar eru fjölbreytt fyrirtæki og gríðarlega skemtileg samsuða reksturs Ýmisa fyrirtækja í mjög fjölbreyttum rekstri. Styrkur þeirra felst meðal annars í nálægð þeirra hvert við annað.

Mörg hús sem þar eru eru komin til ára sinna og þarfnast endurbóta einnig er gatnakerfið óskilvirkt.
Ég tel að komið sé að því að taka upp viðræður við eigendur fyrirtækja á svæðinu sem og fasteigna með endurnýjun í huga,kanski á svipaðan hátt og gert var á Auðbrekkusvæðinu eða á kársnesi. En í Smiðjuhverfinu yrði að sjálfsögðu atvinnu og þjónusta áfram en ekki íbúðir.

Hverfið er miðsvæðis og hefur alla burði til þess að verða það besta og mest aðlaðandi á öllu höfuðborgarsvæðinu,

Sum hús þyrfti að rífa og önnur mætti eflaust laga og jafnvel byggja ofaná ég er sannfærður um að með betra skipulagi og hærri byggð mætti koma miklu fleirum fyrir en samt hafa gatnarýmið mikklu betra en nú er.
Það eru að verða fá svæði í kópavogi sem gera ráð fyrir atvinnurekstri sem má vera pínu grófur og jafnvel með dálitlum háfaða oft er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en það bara gengur ekki í öllum tilfellum. Ég vona að Smiðjuhverfið verði áfram samsuða margra fyrirtækja án íbúða og mun berjast fyrir því
Það er gríðarleg pressa núna að byggja íbúðarhúsnæði og verðin eru há ,við því verður auðvitað að bregðast en það má ekki verða á kostnað fyrirtækja í bænum .

Það að hafa mörg fyrirtæki miðsvæðis dregur úr akstri og stórbætir all þjónustu.

Guðmundur Geirdal, óskar eftir stuðningi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins mars nk.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar