Slógu öll sölumet með stæl

Heitu pottarnir hjá NormX í Auðbrekku eru vinsælir

Síðasta sumar var mikið palla- og pottasumar og það má búast við að landinn haldi uppteknum hætti á komandi sumri. Að Auðbrekku 6 í Kópavogi er NormX með glæsilega verslun og sýningarsal, þar sem hægt er að finna fjölbreytt úrval af heitum pottum úr hverfissteyptu plasti, en NormX er næstum 40 ára gamalt íslenskt framleiðslufyrirtæki fyrir heita potta og er verksmiðjan staðsett í Vogum á Vatnsleysisströnd. Hægt er að velja um nokkrar gerðir af pottum, en þeir eru sérlega endingargóðir enda framleiddir fyrir íslenskt veðurfar.

Ásamt því að selja heita potta leggur NormX áherslu á að vera með allar vörur sem tengjast pottunum svo sem nuddbúnað, hitastýringar, lok, burðargrindur undir pottana og ýmsa fylgihluti. Þá býður NormX einnig upp á Cover svalalokanir sem einnig hafa notið mikilla vin-sælda eins og pottarnir.

Orri Stefánsson, er sölu og verslunarstjóri NormX, og Kópavogspósturinn spurði hvort sumarið í fyrra hafi verið gott pottasumar og hvort hann reikni með svipuðu sumri?

,,Já, sumarið í fyrra var einstaklega gott hjá okkur og sló öll sölumet með stæl. Enda var lítið eða ekkert um utanlandsferðir og peningarnir sem hefðu farið í þau ferðalög nýttu margir til framkvæmda heima við. Miðað við söluna hjá okkur fyrstu mánuði þessa árs og stöðuna í heiminum vegna Covid 19, þá finnst okkur líklegt að það verði mjög gott, kannski ekki alveg jafn gott og í fyrr en eitthvað í áttina.”

En hver er ástæðan að heitu pottarnir hafa notið svona mikilla vinsælda á meðal Íslendinga?

,,Það er ekki gott að segja, en ætli að þau þægindi og vellíðan sem pottaferðin veitir séu ekki stór partur af því. Ferð í sumarbústað og góð stemming í heita pottinu er eitthvað sem margir þekkja. Við höfum þann lúxus víðast hvar, að hafa aðgang að heitu vatni fyrir lágt verð. Heita vatnið er náttúrlega frábær auðlind og um að gera að nýta hana sem mest og best.”

Hvaða pottar hafa verið vinsælastir í gegnum tíðina og af hvaða ástæðu þá helst?

,,Snorra- og Grettislaugin hafa verið vinsælastar gegnum tíðina. Snorralaugin er frábær fyrir þá sem vilja hafa djúpa og rúmgóða potta, hún er 2.000l og rúmar 6-8 manns. Hún hefur einnig verið mjög vinsæll kostur í sumarbústaði verkalýðsfélaga sem og hjá ferðaþjónustuaðilum. Grettislaug er töluvert minni, 1.400l og rúmar 4-6 og mjög passlegur fyrir vísitölufjölskylduna. Svo verð ég nú að minnast á Sigurlaug, kalda pottinn okkar sem slegið hefur í gegn og selst gríðarlega vel. En mikil vakning hefur verið síðustu ár um ágæti kaldra baða og góð áhrif þeirra á líkamann alltaf að koma betur í ljós.”

Þið hafið í gegnum árin getað boðið mjög hagstæð verð og þá er afgreiðslutíminn yfirleitt skammur?

,,Já, það er rétt. Við höfum reynt að vera með góð verð og teljum að okkur bjóða gæða potta á góðu verði. Afgreiðslutíminn er yfirleitt stuttur, og núna eigum við allar vinsælustu gerðir á lager og getum afgreitt með litlum fyrirvara. En ef sumarið verður svipað og í fyrra þá er nokkuð ljóst að við náum ekki að framleiða jafnóðum upp í pantanir og afgreiðslutími kemur til með að lengjast. Þannig að ef fólk er að íhuga pottakaup í sumar þá er óvitlaust að vera tímanlega í því.”

Þið eruð einnig með mikið úrval af fylgihlutum – hvað er það helst sem viðskiptavinir ykkar eru að bæta við kaup á pottunum frá ykkur?

,,Langflestir kaupa lok hjá okkur, en við bjóðum bæði upp á állok og einangruð lok. Sjálfvirku hitastýringar eru einnig mjög vinsælar, en þær virka þannig að hitnemi er í pottinum og stýringin stjórnar streymi í pottinn og viðheldur óskuðu hitastigi. Einnig erum við með ýmsa smávöru t.d. hitamæla, háfa, bursta, og meira að segja fljótandi “hengirúm”.”

Og þið eruð einnig með burðargrindur undir pottana sem hafa notið mikilla vinsælda?

,,Jú, mikið rétt, við seljum burðargrindur undir pottana og auðvelda þær allan frágang og spara mikla vinnu og pælingar við að koma upp pottinum. Grindin kemur klár og einungis þarf að klæða grindina með því efni sem fólk vill. Hægt er að fá grindurnar í nokkrum útgáfum t.d. ofan á eða ofan í pall eða stétt, með auka 30 cm fyrir lok, taka af eitt horn eða fleiri.”

Svo er það nýjasta frá ykkur sem eru svalalokanir frá Cover, þannig að það er kominn viðbótararmur á NormX?

,,Já, við tókum nýlega yfir umboð fyrir Cover svala-lokunarkerfið. Það hefur verið mjög góð sala í svalalokunum, enda frábært að “stækka” íbúðina með því að loka svöl-unum og geta nýtt þær allt árið, en einnig eru í boði garðskálar og sólstofur. Cover kerfið hefur verið í boði á Íslandi í langan tíma og reynst gríðarlega vel.”

Og er svo hægt að sjá öll herlegheitin, potta, fylgihluti og Cover svalalokanir í sýningarsalnum ykkar í Auðbrekku?

,,Jú, pottana og allt sem þeim tilheyrir, en við erum akkúrat núna að vinna í því að breyta aðeins í versluninni hjá okkur og standsetja sýningar-rými fyrir svalalokanir og annað frá Cover og vonandi verðu það tilbúið fljótlega eftir páska,” segir Orri að lokum og nú er skynsamlegt að vera tímanlega á ferð á meðan það eru til pottar á lagernum hjá NormX.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar