Skúlptúr og smörre í Gerðarsafni

SKÚLPTÚR OG SMÖRRE er hugguleg kvöldstund sem verður boðið upp á morgun, fimmtudag kl. 18 í Gerðarsafni fyrir fullorðna þar sem gestir fást við gerð skúlptúra, frá hugmynd að listaverki. Innifalið í kvöldstundinni er aðgangur að sýningum safnsins ásamt léttum veitingum frá Króníkunni, smurbrauð og vínglas/óáfengur drykkur.

Listasmiðjan er hugsuð sem skemmtileg og skapandi upplifun undir handleiðslu myndlistarmanns sem mun leiða gesti inn í heim skúlptúrsins. Fyrsta smiðjan verður leidd af myndlistarmanninum Erni Alexander Ámundasyni þar sem verður unnið að gerð gifs skúlptúra.

Verð fyrir SKÚLPTÚR OG SMÖRRE er 12.900,-

Til að bóka pláss eða fá frekari upplýsingar sendið tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringið í síma 4417601 á opnunartíma safnsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins