Skráning í fermingarfræðslu Lindakirkju fyrir fermingar vorið 2022 

Fermingarstarfið í Lindakirkju er vel sótt og öflugt, en mikið er lagt uppúr að fræða börnin um trú, von og kærleika með gagnvirkri fræðslu, söng, leikjum og lífsleikni . Farið er í fermingarferð í Vatnaskóg í tvær nætur og börnunum gefin kostur á að safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.  

Skráning í fermingarfræðsluna hefst á www.lindakirkja.is fimmtudaginn 20. Maí kl. 19:00 en boðað er til kynningarfundar um fermingarfræðsluna á www.lindakirkja.is kl. 18:00 (fundurinn verður rafrænn en ekki í kirkjunni eins og stefnt hafði verið að). Fermingardagar Lindakirkju vorið 2022 eru: laugardaginn 26. mars kl. 10.30 og 13:30 , sunnudaginn 27. mars kl. 13:30, laugardaginn 2. apríl kl. 10.30 og 13:30 , sunnudaginn 3. apríl kl. 13:30. laugardaginn 9. apríl kl. 10.30 og 13:30 og pálmasunnudag 10. apríl kl. 13:30. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar