Skólakór Kársness fagnar 45 ára afmæli

kólakór Kársness fagnar 45 ára afmæli sínu. Í tilefni af því efna kórar Kársnesskóla til kórahátíðar þar sem fram koma syngjandi börn skólans á aldrinum 8-16 ára. Minni kór (3.bekkur), Litli kór (4.bekkur), Miðkórarnir (5.-7.bekkur) með sína drengjakóra og stúlknakóra og Skólakór Kársness.
Kórstjórar eru Álfheiður Björgvinsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Meðleikarar eru Sólborg Valdimarsdóttir, Ingvi Rafn Björgvinsson og skólahljómsveitin Hvítir hrafnar.

Á efnisskránni verða fjölbreyttar söngperlur sem börnin hafa verið að vinna að í vetur. Vegna sóttvarnartakmarkana verða tónleikarnir fjórir talsins.

Minni kór (3.bekkur) kl. 11:00
Litli kór (4.bekkur) kl. 12:15
Miðkórar (5.-7.bekkur) kl. 13:30
Skólakór Kársness og stúlknakór 7.bekkjar kl. 15:00

Skólakór Kársness var stofnaður árið 1976 og hefur frá upphafi spilað stóran part í skólastarfi Kársnesskóla. Stjórnandi kórsins til 40 ára var Þórunn Björnsdóttir en árið 2016 tók Álfheiður Björgvinsdóttir við keflinu. Allir nemendur Kársnesskóla koma að kórstarfinu á sínum námsferli og eru yfir 300 börn í kór á hverju ári. Sönghefðin er rík og Kársnesskóli „syngjandi skóli“.

Aðgangseyrir á hverja tónleika er 1000kr og eru allir kóraunnendur Kársnessins og víðar hvattir til að fjölmenna meðan húsrúm leyfir. Ókeypis er fyrir börn fædd árið 2015 og síðar. 

Mynd. Skólakór Karnsesskóla ásamt Þórunni Björnsdóttur sem var stjórnandi kórsins til 40 ára en hún hætti árið 2016

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar