Skógrækt í 51 ár

Skógrækt hefur alltaf skipað mikilvægan sess í starfsemi Vinnuskólans. Hún hófst upp úr 1970 en undanfarin ár hefur skólinn verið í afar góðu samstarfi við Skógræktarfélag Kópavogs og komið að gróðursetningu við Selfjall í Lækjarbotnum.

Undanfarna daga hafa 16 ára ungmenni okkar farið í fræðslu annan daginn hjá Skógræktarfélaginu upp í Guðmundarlundi og farið seinni daginn upp í Selfjall að gróðursetja. Allir hópar lærðu þar mikilvæg atriði sem hafa ber í huga við gróðursetningu trjáa. Eftir vel unnin verk voru grillaðar pulsur og allir héldu glaðir og saddir heim á leið.

Gróðursetning í Selfjalli

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar