Skiptimarkaður jólasveinsins er á bókasafninu – nóg til og fólk hvatt til að mæta

Jólasveinarnir vilja ýta undir hringrásarhagkerfið og hafa því fengið aðsetur á Bókasafni Kópavogs fyrir dótaskiptimarkað. Þar má bæði skilja eftir og/eða taka dót, án allra kvaða.

,,Það er mjög mikið til á markaðnum og fólk er eindregið hvatt til að koma og taka dót,“ segir Harpa Grétarsdóttir verkefnastjóri á Bókasafni Kópavogs.

Skiptimarkaður jólasveinsins er á 2. hæð aðalsafns og verður hann opinn til 23. desember.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar