Það er stór dagur framundan í Dvöl Reynihvammi 43 en á morgun, föstudaginn 13. desember frá 13:00-15:00 opnar listasýning eftir Digital Art listamanninn Kára Ægisson.
Sýningin ber heitið Create the life you can´t wait to wake up to eða Skapaðu þér líf sem þú getur ekki beðið eftir að vakna upp til.
Að skapa sér líf sem okkur hlakkar til að taka þátt í og vera skaparar í eigin lífi er góð heimspeki og setur ábyrgð á okkur að gera það besta úr þeim kringumstæðum sem við erum í.
Við hlökkum til að hitta ykkur á föstudaginn þar sem við sýnum þessi mögnuðu verk eftir Kára.
Verið einnig velkomin í dag og alla hina daga vikunnar, við munum taka vel á móti þér!
Þekkir þú einhvern sem gæti nýtt sér Dvöl, en Dvöl er samfélagshús (félagsmiðstöð) fyrir fullorðna með tilfinningalegar eða huglægar áskoranir og er opið frá 10:00-15:30. Það er opið fólki frá öllum sveitafélögum og borðum við saman, stundum hugleiðslu, listasmiðjur, göngutúra og margt fleira.
Endilega addið okkur á fb, lækið og followið okkur á https://www.facebook.com/dvolsamfelagshus