Símamótslagið er komið út og leikir í beinni útsendingu

Símamótið verður haldið í 40. sinn í ár og í tilefni þess gefur Síminn út sérstakt Símamótslag þar sem öllu er tjaldað til en það er Sigga Ózk sem flytur lagið. Hækkum í græjunum og hlustum á lagið á Spotify.

Inga María

,,Mótið hefur í gegnum tíðina skipað mikilvægan sess í lífi ungra knattspyrnukvenna og er það okkur hjá Símanum mikill heiður að taka þátt í að skapa þetta stórkostlega mót, sem er það fjölmennasta á Íslandi. Á Símamótinu stíga margar knattspyrnustelpur sín fyrstu skref og fjölmargar landsliðskonur hafa þar látið ljós sitt sína á yngri árum,“ segir Inga María Hjartardóttir verkefnastjóri Símamótsins hjá Símanum.

Blásið verður til fyrsta leiks í fyrramálið, föstudaginn 12. júlí kl. 08:00 og er ljóst að í vændum er stórkostleg fótboltaveisla. ,,Við hvetjum aðstandendur þátttakenda og fjölskyldur þeirra til að fjölmenna í Kópavoginn og hvetja sitt lið, upplifa stemmninguna, fagna og hughreysta allt eftir því hvað við á,“ segir hún og bætir við: ,,Líkt og fyrri ár sýnum við beint frá þremur völlum alla helgina og verða leikirnir í beinni á Síminn Sport ásamt því að þeir verða aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium að móti loknu þannig að keppendur og stuðningsfólk getur upplifað gleðina og taktana aftur og aftur og aftur.“

Sérútbúinn spilastokkur fyrir alla þátttakendur

Í tilefni 40 ára afmælis Símamótsins hefur Síminn útbúið spilastokk fyrir alla þátttakendur mótsins. ,,Vantar þig upphitunaræfingar fyrir Símamótið eða ísbrjót fyrir bústaðarferðina? Símastokkurinn býr til dýrmætar samverustundir með fólkinu okkar þar sem er hægt að spila með stokknum á ýmsa vegu,“ segir Inga María.  
  
 Að sjálfsögðu er hægt að nota spilastokkinn á hefðbundinn hátt en hér eru nokkrar uppástungur að skemmtilegum útfærslum. www.siminn.is/simastokkurinn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar