Sigurbjörg Erla leiðir lista Pírata í Kópavogi

Próf­kjöri Pírata í Kópa­vogi fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í vor lauk í dag og var til­kynnt um úr­slit­in í Tort­uga, höfuðstöðvum Pírata í Síðumúla í Reykja­vík og í beinni útsendingu á piratar.tv.

Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir núverandi oddviti Pírata í Kópavogi heldur oddvitasætinu og mun skip­a 1. sæti á lista flokksins í Kópa­vogi. Indriði Ingi Stefánsson er í 2. sæti og Eva Sjöfn Helgadóttir í 3. sæti.

153 tóku þátt í prófkjörinu

Í próf­kjöri Pírata í Kópa­vogi kusu 153 manns, en alls eru 267 ein­stak­ling­ar skráðir fé­lag­ar í Pír­öt­um í Kópa­vogi. Ekki er þó vitað hversu marg­ir af þeim tóku þátt í próf­kjör­inu þar sem var opið öllum pír­öt­um á landsvísu. Alls eru 5365 skráðir í flokk­inn og var kjör­sókn­in því um 3%.

Efstu sæt­in á lista Pírata í Kópa­vogi skipa:

1. Sig­ur­björg Erla Eg­ils­dótt­ir

2. Indriði Ingi Stefánsson

3. Eva Sjöfn Helgadóttir

4. Matthías Hjartarson

5. Margrét Ásta Arnarsdóttir

6. Árni Pétur Árnason

7. Kjartan Sveinn Guðmundsson

Á myndinn eru þrí efstu frambjóðendur Pírata í Kópavogi. F.v. Indriði, Sigurbjörg Erla og Eva Sjöfn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins