Sex Blikar keppa á frjálsíþróttamóti RIG 27. janúar

Frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna, RIG, fer fram í Laugardalshöllinni mánudagskvöldið 27. janúar og er einstaklega gaman að segja frá því að sex Blikar hafa unnið sér inn þátttökurétt á mótinu. 

Þetta eru þau:

• Birna Kristín Kristjánsdóttir 60m og langstökk

• Þorleifur Einar Leifsson 60m og langstökk

• Patrekur Ómar Haraldsson 800m pilta U18

• Þorbjörg Gróa Eggertsdóttir 800m stúlkna U18

• Eyrún Svala Gustavsdóttir 60m stúlkna U16 og 800 m stúlkna U18

• Gunnar Bergvin Árnason 60m pilta U16Mótið hefst kl. 19:30 og verður jafnframt sýnt í beinni útsendingu á RÚV 2. 

Við hvetjum fólk til að fjölmenna í höllina og hvetja Blikana til dáða, en miðasala fer fram á corsa.is og kostar miðinn 1.500 kr. Athugið að ekki verður hægt að kaupa miða á staðnum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar