Samtal Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið gott

Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi segir í viðtali að viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um áframahaldandi samstarf hafi verið góðar, en samtal flokkanna hefur staðið yfir frá því að kosningunum lauk. Hann segir að oddvitar flokkanna stefni á að vera búnir að ákveða á morgun hvort þeir haldi áfram meirihlutasamstarfinu eða láti gott heita, en engin ágreiningsefni hafi komið upp sem ógni samstarfinu.

Sjálfstæðisflokkurinn ákvað eftir kosningarnar 2018 að hætta meirihlutasamstarfi við BF Viðreisn og fara í meirihlutasamstarf með Framsóknarflokknum, sem fékk þá einn kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm kjörna bæjarfulltrúa.

Í kosningunum á laugardaginn tapaði svo Sjálfstæðisflokkurinn einum kjörnum fulltrúa en Framsóknarflokkurinn bætti við sig einum og er nú með tvö bæjarfulltrúa. Orri segir að þetta styrki stöðu flokksins í viðræðunum við Sjálfstæðisflokkinn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar