Samráð við börn um leiksvæði í Lundi

Tæplega 20 börn á á aldrinum 9 til 16 ára tóku þátt í fundi með starfsfólki skipulagsdeildar Kópavogs um skipulag leiksvæðis við Lund í Kópavogi. 

Sérstaklega var kallað eftir hugmyndum barnanna að leiktækjum á svæðinu. Kópavogsbær er Barnvænt sveitarfélag og einar af grunnstoðum Barnasáttmálans er að kalla eftir hugmyndum barna og virða skoðanir þeirra, samanber 12. og 13. grein Barnasáttmálans.

Mikið af hugmyndum komu fram og mun skipulagsdeild fara vel yfir þær og skoða sérstaklega hugmyndirnar sem börnin töldu mikilvægastar og mest áríðandi. Aðrar hugmyndir verða settar í hugmyndabankann og geta komið að góðum notum síðar við skipulag annarra svæða.

Börnunum er sendar bestu þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Mikið af hugmyndum komu fram og mun skipulagsdeild fara vel yfir þær og skoða sérstaklega hugmyndirnar sem börnin töldu mikilvægastar og mest áríðandi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar