Salurinn fær nýjan flygil og söfnunartónleikar

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að fest verði kaup á nýjum flygli frá Steinway & sons fyrir Salinn í Kópavogi. Víkingur Heiðar Ólafsson verður til ráðgjafar í vali á flyglinum og ef allt gengur vel  er vonast til að hljóðfærið verði komið í hús í sumar.

Gengið hefur verið frá sölu á gamla flyglinum við Skálholtskirkju en þar hefur ekki verið flygill til þessa. Lokahnykkur í söfnun Skálholts fyrir kaupum á flygli eru glæsilegir söfnunartónleikar sem verða haldnir í Salnum laugardaginn 5.apríl.

Á tónleikunum mun Jón Bjarnason, organisti Skálholtskirkju, leika á flygilinn. Auk hans munu koma fram Skálholtkórinn, félagar úr Karlakór Selfoss. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mun syngja einsöng og Jóhann I. Stefánsson mun leika á trompet.

„Þetta eru merkileg tímamót í sögu Salarins. Gamli Steinway flygillinn var valinn af Peter Máté og Jónasi Ingimundarsyni og hefur reynst afar vel en endurnýjun er tímabær fyrir Salinn. Það er afar ánægjulegt að gamli flygillinn fari í Skálholt enda öflugt tónlistarlíf í Skálholti, “ segir Axel forstöðumaður Salarins.

Hægt er að kaupa miða á söfnunartónleika Skálholts á heimasíðu Salarins. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins