Rúmlega 600 íbúar á Kársnesi vilja nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa

Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur, en hún stýrir þolfimi í sundu í Sundlaug Kópavogs, hefur afhent Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í Kópavogi undirskriftarlista rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi þar sem skorað er á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í sundlauginni. Helga Guðrún segir núverandi pott vera slysagildru og óánægja sé á meðal sundlaugargesta með pottinn. Ásdís, sem tók vel á móti Helgu Guðrúnu, segir að tillit verða tekið til ábendinganna í vinnu næstu fjárhagsáætlunar, en í fjárhagsáætlun þessar árs sé gert ráð fyrir að rennibrautir og flísar á útilaugum Sundlaugar Kópavogs verði endurnýjaðar.

Forsíðumynd: Helga Guðrún Gunnarsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir á skrifstofu bæjarstjóra, þegar Helga afhenti Ásdísi undirskriftarlista rúmlega 600 íbúa á Kársnesinu. Myndir: Helga Guðrún Gunnarsdóttir.

Kaldi potturinn í Sundlaug Kópavogs rúmar aðeins tvo og það er erfitt fyrir marga að komast í hann.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar