Rósaskoðunarganga í Kópavogi

Á þessum tíma árs skarta rósir nú sínu fegursta. Í tilefni þess var rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu sl. fimmtudag. Gangan var skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands en Vilhjálmur Lúðvíksson og Friðrik Baldursson voru með kynningu á garðinum.

Rósagarðurinn er einn þeirra garða sem tilheyra trjásafninu í Meltungu sem má finna austarlega í Fossvogsdal. Garðurinn er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands og var gerður árið 2016 en samanstóð þá einungis af nórrænu rósayrki. 

Á árunum 2018 – 2019 var síðan haldið áfram með gerð tveggja nýrra rósagarða í tengslum við norræna garðinn; annan með kanadískum rósum sem reynst hafa vel hér á landi og hinn með rósum af blönduðum uppruna sem virðast geta þrifist vel í íslensku loftslagi.

Rósaskoðunargangan var vel sótt af bæði félögum Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Kópavogsbúum og fróðlegt var að hlýða á kynningu Friðriks og Vilhjálms á meðan rósailmur fyllti vitin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins