Rómantíkin svífur yfir vötnum á Valentínusardaginn á Bókasafni Kópavogs

Rómantíkin svífur yfir vötnum á Valentínusardaginn á Bókasafni Kópavogs og er dagurinn haldinn hátíðlegur þann 14. febrúar á hverju ári. Þennan dag geta gestir safnsins komið og skrifað falleg kort til þeirra sem þeim þykir vænt um og munu kortin liggja frammi á öllum hæðum aðalsafns og einnig á Lindasafni. „Við ákváðum að gera okkur dagamun þennan dag og hafa eitthvað rómantískt og skemmtilegt í boði fyrir öll sem koma til okkar,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.

Kl. 12:15 sama dag kemur Rósa  Vestfjörð Guðmundsdóttir eigandi Ásútgáfunnar á aðalsafn og les upp úr Rauðu seríunni og spjallar um tilurð bókanna. „Rósa gaf úr Rauðu seríuna í 38 ár og er goðsögn ástarsagna á Íslandi ef svo má segja,“ segir Lísa. „Hún hefur verið með tryggan lesendahóp öll þessi ár og voru mörg mjög vonsvikin þegar Rauðaserían hætti að koma út á prenti í fyrra. Þetta voru því ákveðin tímamót sem okkur fannst gaman að geta farið yfir með Rósu“ bætir Lísa við. „Við hvetjum öll sem vilja fá smá rómantík á þessum degi að koma og hlusta á erindið og skrifa fallegt kort til vina og ættingja í leiðinni,“ segir Lísa að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins