Á síðasta fundi Lýðheilsu- og íþróttanefndar var lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2024.
Íþróttafélögin fá styrkt á móti reiknaðir leigu
Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2024 er að upphæð 1.732.398.911,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
Breiðablik 692.569.765,
HK 662.945.338,
Gerpla 292.475.765,
Hvönn 9.467.328,
Glóð 1.852.775,
Stálúlfur 17.996.003,
Ísbjörninn 10.120.784,
Knattspyrnufélag Kópavogs 700.730,
Knattspyrnufélagið Miðbær 525.546,
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 9.885.032,
Skotíþróttafélag Kópavogs 10.554.676 og
Íþróttafélagið Ösp 3.482.160.
Nefndin óskaði eftir að fjármálastjóri bæjarins mæti á næsta fund nefndarinnar og málinu var því frestað.
Mynd: Kórinn