Reiknuð leiga 1.477.480.698,- kr vegna afnota íþróttafélaga af íþróttamannvirkjum

Íþróttadeild Kópavogs lagði á dögunum fram yfirlit yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2022.

Reiknuð leiga vegna ársins 2022 er að upp- hæð 1.477.480.698,- kr. og skera Breiðablik og HK sig úr hvað varðar leigutekjur, enda hafa þau yfir að ráða langflestum iðkendum og þar af leiðandi stærstu íþróttamannvirkjunum.

Annars skiptist reiknuð leiga eftirfarandi á milli 12 íþróttafélaga í Kópavogi:

Breiðablik 579.995.038, – kr.,
HK 567.844.804, – kr.,
Gerpla 243.509.170, – kr.,
Hvönn 8.054.962, – kr.,
DÍK 1.910.409, – kr.,
Glóð 3.199.493, – kr.,
Stálúlfur 12.772.423, – kr.,
Ísbjörninn 753.466, – kr.,
Augnablik 425.494, – kr.,
Knattspyrnufélag Kópavogs 425.494, – kr., Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 7.806.235, – kr. og
Skotíþróttafélag Kópavogs 8.557.829,- kr.

Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.

Engum dylst að íþróttafélögin í Kópavogi gegna mikilvægi hlutverki í bæjarfélaginu og margir bæjarbúar reiði sig á þá framúrskarandi þjónustu sem félögin bjóða upp á.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar