Rappsmiðja Reykjavíkurdætra

Ókeypis rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum verður í boði fyrir 9 – 12 ára (4. – 7. bekk) í fjölskyldustund á laugardegi á aðalsafni þann 28. janúar kl. 13:00 – 15:00. Skráning er nauðsynleg í smiðjuna og eru áhugasamir þátttakendur beðnir um að senda nafn og aldur á [email protected] hjá Bókasafni Kópavogs. Frekari upplýsingar má finna inni á Facebook-síðu safnsins og á heimasíðunni. Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar