Rappsmiðja Reykjavíkurdætra

Rappsmiðja Reykjavíkur dætra verður í fjölskyldustund á laugardaginn 23. september kl. 12.-14 í Bókasafni Kópavogs.

Spennandi og skemmtileg rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum fyrir 9 – 12 ára krakka (4. – 7. bekk). Leiðbeinendur eru Ragga Holm og Steinunn Jónsdóttir í Reykjavíkurdætrum en báðar eru þær þaulvanar smiðjustýrur.

Í rappsmiðjunni búa krakkarnir til og rappa sína eigin texta, læra um inntak og flæði og flytja lögin sín fyrir hvert annað.

Aðgangur er ókeypis en takmörkuð pláss í boði og skráning er því nauðsynleg. Vinsamlegast sendið póst á Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, verkefnastjóra fræðslu og miðlunar hjá [email protected]til að skrá þátttakanda til leiks.

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar