Raddbandið um jólin

Raddbandið syngur inn jólin á glæsilegum tónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, fimmtudaginn 19. desember kl. 20:30!

Samkvæmt dagatalinu ætla söngdívur Raddbandsins að vera búnar að græja allt fyrir jólin í tæka tíð svo jólastressið nái ekki yfirhöndinni. Í ár munu þær loksins ná fullkomnum tökum á jólahátíðinni og móðurhlutverkinu. Sannkallaðar ofurkonur! Ætli þær toppi sig 19. desember? Búið ykkur undir stórskemmtilega og drepfyndna kvöldstund þar sem nýir textar um jólastressið og fjölskyldulífið fá að njóta sín í þéttradda útsetningum (close-harmony).

Raddbandið er söng- og sviðslistahópur sem var stofnaður á tímum heimsfaraldurs og er margt spennandi og fjölbreytt framundan. Sveitina skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Sigurður Helgi mun leika listir sínar á píanóið.

Allir slakir hér…en ekki gleyma að bóka miða.

Raddbandið hlakkar til að sjá þig!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins