Plokkað á stóra plokkdeginum

Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er laugardaginn 24.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, föstudaginn 23. apríl og laugardaginn 24. apríl. Plokkdaginn sjálfan er hægt að hringja í númer 6188550 til að tilkynna um staðsetningu fullra poka, frá 12-18, en þess er óskað að reynt verði að safna sem flestum pokum á sama stað, sem er aðgengilegur.

Þá má senda póst á Þjónustumiðstöð Kópavogs til að tilkynna staðsetningu poka, sem verða þá sóttir eftir helgi, netfang thjonustumidstod (hja) kopavogur.is .

Plokkdagurinn er haldinn á degi umhverfisins. Þetta er í fjórða sinn sem félagsskapurinn Plokk á Íslandi stendur fyrir átakinu.

Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomutakmörkunum þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru.

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI – Góð ráð frá Plokk á Íslandi.

1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.

2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.

3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.

4. Klæða sig eftir aðstæðum.

5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.

6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.

7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.

8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar