Pétur Örn nýr formaður HK

Aðalfundur HK fór fram í veislusal félagsins 24. mars sl.

Aðalfundur HK fór fram í veislusal félagsins að Vallarkór 24. mars sl. Á fundinum tók Pétur Örn Magnússon við formennsku í félaginu Sigurjóni Sigurðssyni sem ákvað að hætta eftir 15 ár sem formaður félagsins.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og fráfarandi formaður, Sigurjón Sigurðsson ávarpaði fundargesti. Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2020 var kynnt og ársreikningur félagsins fyrir árið 2020 var borinn til kosningar og hann samþykktur. Þá voru þær Ragnheiður Kol-viðsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir sæmdar gullmerki HK og silfurmerki UMSK á fundinum fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Ungmennasambands Kjalanesþings.

Þær Ragnheiður Kolviðsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir voru sæmdar gullmerki HK og silfurmerki UMSK á fundinum. Það var Sigurjón Sigurðsson fyrrverandi formaður sem afhenti þeim gullmerki HK.

Hættir eftir 15 ár
Sigurjón Sigurðsson hættir nú sem formaður HK eftir 15 ár sem formaður félagsins. Sigurjón kom að sameiningu HK og ÍK sem og stofnun knattspyrnudeildar HK árið 1992. Sigurjón hefur frá þeim tíma setið í aðalstjórn félagsins og sinnt þar hlutverki bæði varaformanns og síðar formanns frá árinu 2006. Sigurjón var í lok fundar sæmdur gullmerkjum UMFÍ, UMSK og ÍSÍ. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs ávarpaði fundinn og bar þar hlýjar kveðjur til Sigurjóns frá starfsmönnum Kópavogsbæjar. ,,Við hjá HK viljum nýta tækifærið og þakka Sigurjóni fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins öll þessi ár og jafnframt óska honum velfar-naðar í nýjum verkefnum. Það er ánægjulegt hve starf félags-ins hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. HK er í dag eitt af stærstu íþróttafélögum landsins og á Sigurjón stóran þátt í því faglega og vel unna starfi sem byggt hefur verið. HK lítur björtum augum til komandi ára með von um áframhaldandi farsælt starf á þeim góða grunni sem byggður hefur verið,” segir á heimsíðu HK.

45 ára verkfræðingur
Pétur er 45 ára verkfræðingur og starfar sem verkefnastjóri Lotu ehf. Pétur ásamt fjölskyldu sinni hefur verið búsettur í Kópavogi frá árinu 2004. Pétur á fjögur börn sem öll eru iðkendur hjá félaginu og auk þess iðka Pétur sjálfur og kona hans Jóhanna blak hjá félaginu.
Pétur þekkir starf HK vel og hefur um langt skeið komið að starfi félagsins með einu-m eða öðrum hætti. ,,Ég hef komið að ýmsum störfum fyrir HK á þessum tíma. Ég tók meðal annars þátt í að koma forvera Krónumótanna á koppinn, verið fulltrúi HK í mótanefnd fyrir Íþróttaveislu UMFÍ sem frestað hefur verið í tvígang vegna Covid. Sem og að koma að sjálfboðaliðastarfi hvers konar. Ég hef mikinn metnað til þess að gera gott félag enn betra,” segir Pétur á heimsíðu HK.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar