Patrekur Leó Unnarsson sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum miðvikudaginn 26. mars. Þar öttu kappi 18 nemendur úr níu grunnskólum bæjarins, og sigraði Patrekur Leó Unnarsson frá Salaskóla keppnina. Í öðru sæti var Emma Guðrún Árnadóttir úr Vatnsendaskóla, og í þriðja sæti hafnaði Margrét Fjóla Erlingsdóttir frá Smáraskóla.

Áróra Martinsdóttir Kollmar úr Kársnesskóla fékk sérstakt hrós fyrir frumsamið ljóð sem hún flutti, og Jón Reykdal Snorrason frá Smáraskóla fékk einnig hrós fyrir framúrskarandi flutning á ljóði í þriðja hluta keppninnar.

Sigurvegarar! F.v. Emma Guðrún, Patrekur Leó og Margét Fjóla

Stóra upplestrarkeppnin var nú haldin í 28. sinn í Kópavogi en fagnar 29 ára afmæli í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og hefur það að markmiði að efla vandaðan upplestur og framburð meðal nemenda.

Keppendur fluttu fyrst valinn kafla úr sögunni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson, síðan ljóð um íslenska náttúru eftir ýmsa höfunda og að lokum ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu, bók og blóm að gjöf, auk þess sem peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin.

Nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs fluttu fallega tónlist í upphafi athafnar og á meðan dómnefndin var að störfum. Allir keppendur stóðu sig með prýði og gerðu dómarar sérstaklega að því skóna hversu erfitt var að velja úr hópnum, sem sýnir hve vel nemendur höfðu undirbúið sig í skólunum sínum áður en til lokahátíðarinnar kom.

Áróra og Jón fengu sérstakt hrós

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins