Páskafastan er 40 daga andlegt ferðalag

Kópavogskirkja ætlar þetta árið að vera með nýjung í safnaðarstarfinu, Páskaföstu. Reyndar er þessi
“nýjung” ekki svo ný því hún byggir á gömlum merg kristinnar trúarhefðar.

Kópavogspósturinn heyrði í sr. Grétari Halldóri Gunnarssyni, prest við Kópavogskirkju og spurði hann nánar um páskaföstuna og hvernig hún virkar.

Hvers vegna eru verið að blása lífi í föstuna í kirkjunni í dag? ,,Fastan er forn andleg iðkun sem varð til af góðri ástæðu. Páskafastan er margreynt 40 daga andlegt ferðalag sem breytir fólki og endurnýjar samband þeirra við Guð,” segir Grétar

Á föstunni veljum við okkur eitthvað til að fasta á Hvernig virkar þá páskafastan hjá ykkur – snýst hún um að minnka kjötát, eins og maður hefur heyrt? ,,Í kaþólsku kirkjunni hefur fastan vissulega mikið snúist um kjötát. En í okkar kirkjum hefur fastan virkað öðruvísi. Á föstunni veljum við okkur eitthvað til að fasta á. Oft er það eitthvað það sem okkur finnst hafa of sterk tök á okkur. Þetta getur verið kjöt, sætindi, samfélagsmiðlar, snjalltækjanotkun, kaffi, eða almenn hegðunarmynstur sem íþyngja okkur og halda okkur frá því sem skiptir máli.”

Fastan er tími sem er fullur af fyrirheiti og hlýju

,,En það er mikilvægt að muna að fastan snýst ekki bara um að neita sér um eitthvað. Fastan er tími sem er fullur af fyrirheiti og hlýju. Í föstutímanum býr fylling og andans glóð því fasta er trúaleg iðkun sem leiðir til frelsis og andlegrar gleði. Á föstunni snúum við huga og hjarta frá því sem bindur og aftur til Guðs. Fastan er því afturhvarf til Guðs, andleg iðkun sem ber ávöxt í lífi hverrar kristinnar manneskjum,” segir hann.

Samfélagsleg iðkun

Hvað þarf fólk að gera til að taka þátt? ,,Jesús kallar okkur til samfélags. Og það gerum við í kirkjunni einnig samkvæmt hans boði og fyrirmynd. Við bjóðum því öllum sem vilja að taka þátt í föstuferðlaginu frá öskudegi til páskadags,” segir Grétar. Fastan hefst með öskudagsguðsþjónustu í Kópavogskirkju í dag kl. 18 og það geta allir verið með. Föstunni lýkur með guðsþjónustu á páskadegi. 31. mars kl. 08.00. Hvern einasta miðvikudag á föst- unni munum við síðan hittast kl. 18.00 í föstuguðsþjónustu í Kópavogskirkju. Þannig verðum við samferða öðrum á sömu andlegu vegferðinni.”

Ætlar að fasta á sætindi og samfélagsmiðla

Hvað ætlar þú að fasta á sjálfur? ,,Ég hef í hyggju að fasta á sætindi og samfélagsmiðla eftir kl. 18.00 alla daga föstunnar.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins