Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum.

Undanfarna áratugi hefur Kópavogsbær boðið unglingum í elstu bekkjum grunnskóla störf í vinnuskóla og hafa margir Kópavogsbúar stigið þar sín fyrstu skref á vinnumarkaði.

Helstu verkefnin eru snyrting og fegrun bæjarins en elstu unglingunum býðst einnig að vinna við aðstoðarstörf hjá ýmsum stofnunum og félögum í bænum. Um 1.400 nemendur tóku þátt í vinnuskólanum síðastliðið sumar.
Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Þeim er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

heldur er þar líka félagslíf, eins og í öðrum skólum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar